Aðalfundur Reita fer fram 2. apríl næstkomandi. Tillögur til aðalfundar og önnur gögn má nálgast á heimasíðu Reita. Reitir mörkuðu nýja vaxtarstefnu á árinu sem leið og var árangur umfram væntingar. Félagið fjárfesti fyrir um 18,1 milljarð í ýmsum verkefnum og lagði aukna áherslu á þróunarverkefni og vöxt í nýjum eignaflokkum, með sjálfbærni og uppbyggingu í þágu samfélagsins að leiðarljósi. Nánar má lesa um starfsemi og árangur á árinu 2024 í ársskýrslu félagsins. Hlekkir í athugasemd.
About us
Reitir bjóða framsýnum fyrirtækjum klæðskerasniðið atvinnuhúsnæði til leigu. Reitir byggja á arfleifð umsvifa sem hófst með byggingu Kringlunnar árið 1987. Innan eignasafnsins er skrifstofuhúsnæði, verslunarhúsnæði, sérhæft atvinnuhúsnæði og hótel, auk metnaðarfullra þróunarverkefna. Á síðari árum hafa Reitir hlúð að sögufrægum byggingum og staðið þannig vörð um íslenskan menningararf á sama tíma og horft er til sjálfbærrar framtíðar.
- Website
-
http://www.reitir.is
External link for Reitir fasteignafélag
- Industry
- Leasing Non-residential Real Estate
- Company size
- 11-50 employees
- Headquarters
- Reykjavík
- Type
- Public Company
- Founded
- 1987
Locations
-
Primary
Kringlan 4-12
Reykjavík, 101, IS
Employees at Reitir fasteignafélag
Updates
-
Á morgun 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. #IWD2025 Reitir hafa sett sér metnaðarfulla vaxtarstefnu til fimm ára og eitt af markmiðum stefnunnar er að mest verði 60% af sama kyni á hverju stigi skipuritsins. Í ársskýrslu félagsins sem kom út á mánudaginn greinum við frá því að þessu markmiði er þegar náð þegar horft er til heildar starfsmannafjölda og hlutfalla almenns starfsfólks. Í takt við yfirskrift dagsins í ár, #MarchForward, þá höldum við áfram veginn við að ná þessu markmiði þvert á félagið. Og í tilefni af deginum fögnum við öllum þeim frábærum konum sem starfa hjá Reitum! Ingveldur Ásta Björnsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina, Sigurlaug Pétursdóttir, yfirlögfræðingur, og Lára Hilmarsdóttir samskiptastjóri tóku þátt fyrir hönd Reita í viðburði Kauphallarinnar NASDAQ OMX Iceland hf. í morgun. Takk Nasdaq og UN Women Ísland fyrir frábæran viðburð!
-
-
Í dag birtu Reitir ársskýrslu sína fyrir árið 2024. Hæst ber að nefna metnaðarfulla vaxtarstefnu sem Reitir settu til næstu fimm ára, 2024-2028. Afberandi árangur náðist í öllum þremur sviðum kjarnastarfsemi félagsins: fasteignakaupum, þróun og uppbyggingu. Auk þess var þjónusta skilgreind sem fjórða stoð starfseminnar á árinu. Afkoma félagsins var umfram væntingar. Hagnaður nær tvöfaldaðist milli ára og nam 15,3 mö.kr. Tekjur jukust um 8,8% og voru 16.442 m.kr. Fjárfest var fyrir 18,1 milljarða í fjölbreyttum þróunarverkefnum, fasteignakaupum og öðrum verkefnum, langt umfram markmið félagsins um 11 milljarða fjárfestingu á árinu. Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita segir í tilkynningu frá félaginu: „Eftirtektarverður árangur félagsins á árinu sem leið er afrakstur góðrar samvinnu og metnaðarfullrar vaxtarstefnu sem var leiðarljós í því sem félagið tók sér fyrir hendur. Það er ánægjulegt að sjá hversu miklum framgangi við náðum strax á fyrsta ári nýrrar stefnu en sá árangur er til komin vegna öflugrar samvinnu allra hagaðila félagsins og vil ég þakka stjórn, hluthöfum, starfsfólki, viðskiptavinum og samstarfsaðilum fyrir farsælt samstarf. Framgangur ársins gefur okkur meðbyr á nýju ár þar sem vaxtarstefna félagsins er leiðandi stef í allri ákvarðanatöku og verkefnum. Auk skýrra markmiða er verðugur tilgangur það sem hvetur okkur áfram en við setjum stefnuna á að vera leiðandi afl í uppbyggingu og rekstri fasteigna. Við fjárfestum í nýjum eignaflokkum og þróunarverkefnum af krafti og leggjum þannig okkar framlag á vogarskálarnar til þess mæta eftirspurn eftir fasteignum og innviðum, samfélaginu til hagsbóta.“ Ársskýrslu Reita má nálgast hér ásamt ársreikningi samstæðunnar: https://lnkd.in/ddJc-SSN
-
Kringlan í kastljósinu! Nýlega fjölluðu alþjóðleg hönnunartímarit um endurbætur í Kringlunni og hönnun mathallarinnar Kúmen. Val á efnum, flæði og hönnun með tilliti til hljóðs og dagsbirtu hlýtur mikið lof og skapar opið en á sama tíma hlýlegt rými fyrir gesti til að njóta. Kringlan er ein af lykil fasteignum Reita og félagið tók virkan þátt í þessum tímamóta endurbótum á stærstu verslunarmiðstöð Íslands ásamt Kringlan, THG Arkitektar, og öðrum samstarfsaðilum. https://lnkd.in/g9iTABeA
-
-
Velkominn Auðunn! Auðunn hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra hjá Reitum og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem styðja við stefnu og markmið félagsins, meðal annars um framúrskarandi rekstur og bætta upplifun viðskiptavina. Hjá Reitum starfar öflugur hópur starfsfólks sem hefur gildi félagsins um jákvæðni, samvinnu og fagmennsku að leiðarljósi. https://lnkd.in/daAYPtmK
-
-
Í Korputúni rís nýtt atvinnu- og verslunarsvæði sem verður um 90.000 fermetrar í heild og er fyrsta atvinnhverfið á Íslandi sem er skipulagt samkvæmt kröfum BREEAM Communities vistvottunarstaðlinum þar sem tillit er tekið til þarfa fólks og náttúru auk hefðbundinna þátta á borð við aðgengi, vöruflutninga og sýnileika. Í viðtali við Morgunblaðið greinir Gudni Stiholt Adalsteinsson, forstjóri Reita frá uppbyggingu sem framundan er á þessum einstaka reit: „Það eru enda ekki margir staðir í boði á höfuðborgarsvæðinu þar sem hægt er að byggja mörg þúsund fermetra verslunarhúsnæði. Það gerir þennan reit sérstakan,“ segir Guðni. Nánar í Morgunblaðinu: https://lnkd.in/d6ekNK7u
-
-
Reitir hafa sett sér metnaðarfulla vaxtarstefnu þar sem aukin áhersla er lögð á fjárfestingu í samfélagslega mikilvægum innviðum, þar á meðal hjúkrunarheimilum. Brýn þörf er á fleiri hjúkrunarrýmum til þess að anna eftirspurn í takt við fjölgun eldra fólks á Íslandi. Í grein Gudni Stiholt Adalsteinsson sem birtist í Morgunblaðið í dag greinir forstjóri félagsins frá vandanum sem blasir við og áætlunum Reita um að svara kallinu og ráðast í öfluga uppbyggingu mikilvæga innviða í þágu samfélagsins. Meðal verkefna sem félagið er þegar með á teikniborðinu eru uppbygging fimm hjúkrunarheimila með samtals 400-600 hjúkrunarrýmum á næstu árum í samstarfi við Íslenskar fasteignir ehf. Fyrsta heimilið innan þessa rammasamnings verður 7.000 fermetra fasteign í Hamraneshverfinu í Hafnarfirði með um 80-100 hjúkrunarrýmum. Auk þess ráðgera Reitir að umbreyta fyrrum höfuðstöðvum Icelandair við Öskjuhlíð í 87 rýma hjúkrunarheimili og á sama svæði þróa lífsgæðakjarna með þjónustuíbúðum ásamt almennum leiguíbúðum. Árangur í þessum verkefnum næst með samvinnu hins opinbera og einkageirans. Nánar í Morgunblaðinu: https://lnkd.in/dm35pzEN
-
-
Nýlega kynntu Reitir stjórnendauppgjör fyrir árið 2024. Helstu atriði: ⚪ Tekjur ársins numu 16.442 m.kr. sem er aukningum um 8,8% ⚪ Rekstrarhagnaður félagsins fyrir matsbreytingu var 10.974 m.kr og jókst þannig á ársgrundvelli um 8,1% ⚪ Félagið fjárfesti fyrir 18,1 milljarð króna í fjölbreyttum eignum, sem er talsvert umfram markmið félagsins um fjárfestingu fyrir 11 ma.kr. á árinu. „Árið 2024 var Reitum gæfuríkt og markaði upphaf nýs vaxtarskeiðs í sögu félagsins. Ný stefna var kynnt á vormánuðum og vegferð næstu ára kortlögð,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita. Ein af undirstöðum vaxtarstefnu félagsins er að setja samfélagslega mikilvægar fjárfestingar í forgang. Félagið hefur fylgt þessari stefnu fast eftir á árinu með fjölbreyttum þróunar-, byggingar-, og framkvæmdaverkefnum. „Tækifæri Reita til framtíðar liggja víða,“ segir Guðni í bréfi forstjóra. Uppgjörið má nálgast í heild sinni á vef Reita. Endurskoðaður ársreikningur félagsins verður birtur 3. mars ásamt árs- og sjálfbærniskýrslu ársins 2024. https://lnkd.in/dxUtjtM5
-
Við leitum að drífandi verkefnastjóra á þróunarsvið! Hlutverk verkefnastjórans er að leiða fjölbreytt þróunar- og umbreytingarverkefni, vinna með hæfileikaríku teymi og styðja við vöxt og viðgang Reita sem leiðandi afl í uppbyggingu innviða samfélagsins. Umsóknarfrestur er til og með 2.febrúar 2025. Sæktu um hér: www.reitir.is/lausstorf
-