The City of Reykjavik

The City of Reykjavik

Government Administration

The capital city of Iceland, a vibrant hub of culture and activity surrounded by magnificent nature.

About us

Reykjavik is a young, vibrant city inhabited by an educated, highly skilled population. It is the capital of Iceland; a Nordic country with an excellent infrastructure and a high quality of life. The city is surrounded by nature, where within an hour’s drive you can experience glaciers, waterfalls, lava canyons and other geological wonders. Iceland is located half way between North-America and Europe and is renowned for its approach towards sustainability, where 99% of all electricity in Iceland is generated from green, renewable energy.

Website
http://www.reykjavik.is
Industry
Government Administration
Company size
10,001+ employees
Headquarters
Reykjavik
Type
Government Agency
Founded
1786

Locations

Employees at The City of Reykjavik

Updates

  • View organization page for The City of Reykjavik, graphic

    4,110 followers

    🌱🚌🚗🚴🚶Styttri ferðatími, minni tafir, aukið umferðaröryggi, áhersla á að draga úr kolefnisspori, stórbættar almenningssamgöngur, fjölgun hjóla- og göngustíga og uppbygging stofnvega eru kjarninn í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í dag.🖋 Frétt má finna á forsíðu reykjavik.is. #samgöngusáttmáli #samgöngur #Reykjavík #Reykjavik

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for The City of Reykjavik, graphic

    4,110 followers

    🏡🏘🏠 Einar Þorsteinsson borgarstjóri bauð til blaðamannafundar í dag þar sem hann fór yfir nýjar áherslur í húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík, kynnti hugmyndir um styrkingu úthverfa og fór yfir stöðuna í húsnæðisátaki borgarinnar til að auka framboð íbúða. „Við höfum farið gagnrýnið í að skoða hvernig hægt er að byggja upp án þess að ganga á gæði þeirra sem fyrir eru í hverfunum. Þessari uppbyggingu fylgja tækifæri til að efla þjónustu inni í hverfunum og það ætlum við að gera, jafnframt því að mæta þörf fyrir fleiri íbúðir.“ 👉https://lnkd.in/dvp7BTTY Einar Thorsteinsson Dóra Björt Guðjónsdóttir

    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
  • View organization page for The City of Reykjavik, graphic

    4,110 followers

    ✨Erró sýning opnuð í Angoulême í Frakklandi✨ 🎨✂️Í gær var opnuð í Angoulême listasafninu í Frakklandi sýning úr safneign Listasafns Reykjavíkur á verkum Errós. Sýningin ber yfirskriftina Erró, listasagan endurskoðuð ( Erró, l’histoire de l’art revisitée) og er á þremur hæðum Angoulême-safnsins. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran, Erró sérfræðingur Listasafns Reykjavíkur. Angoulême er bókmenntaborg UNESCO líkt og Reykjavík og er hún þekktust fyrir að vera borg myndasögunnar. 👀Á síðustu 2 árum hefur Listasafn Reykjavíkur sett upp sýningar á verkum Errós í ARoS safninu í Árósum, Þjóðarlistarsafninu í Svartfjallalandi og núna í Angoulême safninu í Frakklandi. Sýningin verður opnuð almenningi í dag, 21. júní, og mun hún standa til 8. desember 2024. 📸 Á myndinni eru Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík, Danielle Kvaran sýningarstjóri, Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Erró. Mynd: Aldís Snorradóttir. Einar Thorsteinsson Aldís Snorradóttir

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for The City of Reykjavik, graphic

    4,110 followers

    Öll þjónusta byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar stafræn 💻 Það er gaman að segja frá því að nú er öll þjónusta byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar orðin stafræn. Þessar breytingar eru mikilvægur liður í því að bæta líf íbúa borgarinnar með notendavænni og skilvirkri þjónustu. Breytingin er sérlega ánægjuleg þar sem embættið er það elsta á Íslandi, en byggingarnefnd var sett á laggirnar árið 1839. Það að öll þjónusta sé stafræn þýðir að allar umsóknir, eyðublöð, skráningar og útgefið efni byggingarfulltrúa er nú komið á stafrænt form. Þjónustan er aðgengileg á Mínum síðum og heimasíðu borgarinnar og í gegnum gátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Þá er hægt að senda formlega fyrirspurn til byggingarfulltrúa í gegnum Mínar síður áður en hönnun hefst til að kanna hvort það sé líklegt að leyfi fáist fyrir framkvæmdinni. Rafrænar teikningar og stórbætt upplýsingagjöf ✍️ Með stafrænni byggingarleyfisumsókn fór byggingarfulltrúi einnig að taka á móti rafrænum teikningum. Teikningarnar eru nú rafrænt stimplaðar með vatnsmerki byggingarfulltrúa og bunkinn innsiglaður þegar þær hafa verið samþykktar. Þá er búið að uppfæra vefsíður byggingarfulltrúa með nýjustu upplýsingum á reykjavik.is/byggingarmal. Markmiðið var að einfalda efni á vef og auka aðgengi fólks að upplýsingum um allt sem tengist því að byggja og breyta í borginni. Þar á meðal eru uppfærðar leiðbeiningar um hvernig sótt er um byggingarleyfi og við hverju má búast í ferlinu. Stafræn umbreyting byggingarfulltrúa 👷 Stafræn umbreyting byggingarfulltrúa hófst með nýrri umsókn um byggingarleyfi sem var tekin í notkun í desember 2022. Umsókn um byggingarleyfi er ein flóknasta þjónusta borgarinnar en um 3000 umsóknir eru teknar fyrir árlega. Þessum umsóknum fylgdi gríðarlegt pappírsmagn, en heimsóknir í þjónustuver borgarinnar til að skila inn gögnum vegna byggingarleyfa voru 4.680 árið áður en stafrænar umsóknir voru innleiddar. Það þýðir að um 300 kíló af pappír fóru árlega í gegnum þjónustuverið vegna byggingarleyfa. Þá má gera ráð fyrir að hver umsækjandi hafi þurft að fara að lágmarki sjö ferðir fyrir hverja einustu umsókn til að safna undirskriftum. Eins árs akstur með pappír vegna byggingarleyfa til þjónustuvers spannaði því um 65.514 km. Til að setja það í samhengi er ummál jarðarinnar 40.075 km og umsækjendur um byggingarleyfi voru því að keyra meira en hringinn í kringum jörðina til að koma pappír á milli staða. Á næstu mánuðum mun byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar taka þátt í áframhaldandi þróun nýrrar mannvirkjagáttar HMS sem nú er í smíðum. Sú umsóknargátt mun taka við af þeirri sem nú er í notkun og mun einfalda til muna ferli byggingarleyfisumsókna þvert á allt landið. Það er því ljóst að stafrænni umbreytingu byggingarfulltrúa er ekki lokið, og ýmsar spennandi áskoranir eru rétt handan við hornið.

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for The City of Reykjavik, graphic

    4,110 followers

    Spennandi verkefni framundan fyrir rétta aðila

    View organization page for The City of Reykjavik, graphic

    4,110 followers

    📣Reykjavíkurborg auglýsir eftir áhugasömum kaupendum að fasteign sinni við Rafstöðvarveg 4, Reykjavík, svonefnd Toppstöð. Með hliðsjón af sögulegu mikilvægi hússins og staðsetningu er haldin samkeppni þar sem kaupverð er metið 75% á móts við aðra þætti sem telja 25%. • Lokafrestur til að skila tilboði er 14. ágúst 2024. 👉https://lnkd.in/dFPr_Txz

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for The City of Reykjavik, graphic

    4,110 followers

    🟣Fyrirkomulag á söluferli Perlunnar í Öskjuhlíð var samþykkt í borgarráði í dag, en málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar. 🟣Þá heimilaði borgarráð að hafið yrði söluferli á Toppstöðinni í Elliðaárdal annars vegar og á 125 stæðum í bílastæðahúsi Hörpu hins vegar. Hið síðarnefnda fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar. 🟣Hér að neðan má skoða fréttirnar á vef Reykjavíkurborgar: -Tveggja þrepa söluferli fyrir Perluna samþykkt: https://lnkd.in/dSZE4Rm2 -Toppstöðin í Elliðaárdal sett í söluferli: https://lnkd.in/dEwZA7mk -Borgin selur bílastæði í kjallara Hörpu: https://lnkd.in/dsSEvTmX

    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
  • View organization page for The City of Reykjavik, graphic

    4,110 followers

    📣📣📣 Samráðsgátt Reykjavíkurborgar er notuð til þess að kalla eftir hugmyndum og afstöðu borgarbúa til ýmissa verkefna hjá borginni.👂 🗣Þar geta borgarbúar sagt sitt álit á þeim fjöldamörgu stefnumótunar- og framkvæmdaverkefnum sem unnið er að hverju sinni. ❕Við vekjum athygli á tveimur málum sem nú eru í samráðsgáttinni og þar með í samráðsferli: 🔸Tilraunaverkefni um skólaheimsóknir í Ráðhús Reykjavíkur skólaveturinn 2024-2025: https://lnkd.in/eSe82EvT 🔸Drög að reglum um borgaraþing Reykjavíkurborgar: https://lnkd.in/eQwFVKKa

    • No alternative text description for this image

Similar pages