Sanskrít
Sanskrít संस्कृतम् saṃskṛtam | ||
---|---|---|
Málsvæði | Indlandi og Nepal | |
Heimshluti | Suðaustur-Asía | |
Fjöldi málhafa | Uþb. 50.000 | |
Sæti | Á ekki við | |
Ætt | Indóevrópskt Indóírönskt Indóarískt Sanskrít | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
Indland | |
Stýrt af | engum | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | sa
| |
ISO 639-2 | san
| |
SIL | SKT
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Sanskrít (devanagarí: संस्कृता वाक्) er klassískt indverskt tungumál, helgisiða tungumál í búddisma, hindúatrú og jaínisma auk þess að vera eitt af 22 opinberum helgisiðatungumálunum Indlands. Það hefur sömu stöðu í Nepal.
Staða þess í menningarheimi Suðaustur-Asíu er álík stöðu latínu og grísku í Evrópu og á Miðjarðarhafssvæðinu og mörg nútímamál á meginlandi Indlands hafa þróast út frá sanskrít.
Svo sem geta má nærri um mál sem teygir sig nokkuð á landi og í tíma er greint á milli nokkurra forma; vedísk sanskrít er elst og kennd við helgirit hindúa, Rigveda, Samaveda, Yajurveda & Atharvaveda. Epísk sanskrít er kölluð mál sagnljóðabálka (Ramayana & Mahabharata) frá 8 f.Kr. - 1 e.Kr. Klassísk sanskrít hefur lifað áfram til þessa dags sem ritmál eftir að hafa dagað uppi sem daglegt talmál.
Greint er á milli eintölu, fleirtölu og tvítölu í hvort tveggja beygingu nafnorða og sagnorða.
Föll nafnorða eru 8: nefnifall, þolfall, þágufall, eignarfall, tækisfall, staðarfall, ávarpsfall og siptifall. Engin einföldun á sér stað í föllum frá vedískri sanskrít til klassískrar en hinsvegar einfaldast sagnbeygingar að mun, viðtengingarháttur til dæmis horfið eða fallið saman við boðhátt.