ON þéttir hleðslunetið á Norðausturlandi 📍 Bráðlega geta íbúar Langanesbyggðar og gestir þeirra, hvaðanæva að, hlaðið bæði á Þórshöfn og Bakkafirði en Orka náttúrunnar vinnur nú að uppsetningu hleðslustöðva á báðum stöðum. Á Þórshöfn er gert ráð fyrir 2 hraðhleðslustöðvum (150-240 kW) á nýju bílaplani við Langanesveg 3, auk þess sem hverfahleðslur verða við sundlaugina og tjaldstæðið, fjögur 22 kW tengi á hvorum stað. Á Bakkafirði verða tvær hverfahleðslur við tjaldstæðið/grunnskólann þar sem verða tvö til fjögur 22 kW tengi. Verkefnið er unnið í samstarfi við Langanesbyggð.