ELKO

ELKO

Retail

Traustir ráðgjafar í raftækjum

About us

ELKO er stærsta raftækjaverslun landsins. ELKO opnaði þann 28. febrúar árið 1998 og varð strax frá upphafi leiðandi á sínu sviði á Íslandi. Í dag rekur félagið alls fimm verslanir og má þar finna landsins mesta úrval af raftækjum. Áhersla er lögð á að bjóða úrval af þekktum vörumerkjum á sviði raftækja á lágu verði ásamt því að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og eftirkaupaþjónustu. ELKO er á fimm stöðum; Lindum, Granda, Skeifu, Akureyri og í brottfarar- og komusal á Keflavíkurflugvelli. Vefverslun okkar elko.is er einnig opin allan sólahringinn. Að auki er vörulager ELKO staðsettur á Bakkanum, Skarfagörðum.

Website
http://elko.is
Industry
Retail
Company size
51-200 employees
Headquarters
Kópavogur
Type
Privately Held
Founded
1998

Locations

Employees at ELKO

Updates

  • View organization page for ELKO, graphic

    608 followers

    ELKO opnaði í dag nýja og glæsilega verslun í Lindum. Endurbætur á versluninni hafa staðið yfir síðan á vormánuðum og er nú stærstum hluta framkvæmdanna lokið. Versluninni hefur verið snúið algjörlega við frá því sem áður var, inngangur og kassasvæði færð til að bæta upplifun, þjónustu og flæði viðskiptavina í versluninni. Skipt var um allar innréttingar, gólfefni, lýsingu og hljóðkerfi verslunarinnar ásamt því að aukin áhersla er nú lögð á fyrirtækjaþjónustu ELKO innan verslunarinnar. Framkvæmdir í bakrýmum munu halda áfram og teygja sig inn á mitt næsta ár en þar stendur til að bæta alla starfsmannaaðstöðu og vinnubakrými.   Við hlökum til að taka á móti ykkur í nýrri og glæsilegri verslun ELKO í Lindum 💙

    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
      +3
  • View organization page for ELKO, graphic

    608 followers

    Alþjóðlegur dagur raftækjaúrgangs ELKO tekur virkan þátt í alþjóðlegum degi raftækjaúrgangs sem samtökin Weee Forum standa fyrir þann 14. október á ári hverju. Markmið átaksins er að vekja athygli á þeim áskorunum sem fylgja raftækjaúrgangi og hvetja fólk til að koma raftækjum í endurvinnslu. ELKO tekur virkan þátt í að kynna daginn með það markmið að hvetja fólk til að stuðla að aðgerðum sem lengja líftíma raftækja eða koma gömlum ónotuðum raftækjum í endurnýtingu eða ábyrga endurvinnslu og stuðla þannig að því að efla hringrásarhagkerfi raftækja. ELKO hefur síðastliðin ár aukið áherslu á umhverfismál og sjálfbærni til muna og í gegnum vörumerkjasamning við ELKJOP samstæðuna á Norðurlöndunum hefur ELKO nú bætt við alþjóðlegu vottunarkerfi EcoVadis við vöruuppýsingar á elko.is. EcoVadis er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki sem vinnur kerfisbundið að því að votta fyrirtæki fyrir sjálfbærnivinnu þeirra sem samanstendur af frammistöðu þeirra á umhverfi, siðferði og samfélagslegri ábyrgð. EcoVadis fylgist með birgjum ELKJOP og metur starfshætti þeirra árlega til að tryggja að vara sé framleidd á sjálfbæran og siðferðislegan hátt við góðar umhverfis- og vinnuaðstæður. Sjá nánar hér. Sjá nánari upplýsingar um Alþjóðlegan dag raftækjaúrgangs hér https://shorturl.at/VMquE

    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
  • View organization page for ELKO, graphic

    608 followers

    ELKO hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA 2024 ELKO er meðal þeirra fyrirtækja sem hlotið hafa viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA - Félag kvenna í atvinnulífinu árið 2024. Viðurkenninguna hljóta þau félög sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri ELKO tók á móti viðurkenningunni á ráðstefnu Jafnvægisvogar FKA á dögunum. Við erum afar stolt af viðurkenningunni og að starfa fyrir samstæðu sem lætur sig jafnréttismál varða en þess má geta að ásamt ELKO, fengu Festi, Bakkinn, Krónan, N1 og Lyfja öll viðurkenningu jafnvægisvogar FKA árið 2024.

    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
  • View organization page for ELKO, graphic

    608 followers

    Við hjá ELKO erum stolt af því að hafa náð þeim áfanga að vera valin framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo í 10. árið í röð. Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði í rekstri og hafa það að leiðarljósi að efla hag allra. Ásamt því að vera framúrskarandi fyrirtæki í rekstri þá leggur ELKO mikið kapp á að veita framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum fyrirtækisins. Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli #ELKO #FramúrskarandiFyrirtæki #Creditinfo #Metnaður #Árangur #Stolt

    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
  • View organization page for ELKO, graphic

    608 followers

    Óttar Örn, framkvæmdarstjóri ELKO tók þátt í skemmtilegum pallborðsumræðum á dögunum í tengslum við verkefnið "saman gegn sóun" Eins og Óttar kemur inn á þá hefur ELKO lagt mikið kapp á að stuðla að vitundarvakningu varðandi hringrásarhagkerfi raftækja með því að kaupa gömul raftæki, selja notuð raftæki og taka þátt í aðgerðum og fræðslu varðandi það hvernig við lengjum líftíma raftækja. ELKO tók til að mynda þátt í alþjóðlegum degi raftækjaúrgangs í fyrsta skipti árið 2023 með góðum árangri og mun gera slíkt hið sama í ár.

    View profile for Óttar Örn Sigurbergsson, graphic

    CEO at ELKO ehf.

    Í vikunni fékk ég tækifæri um að taka þátt í pallborðsumræðu í verkefninu "saman gegn sóun" í Iðnó þar sem áhersla var á að ræða kosti og galla ýmissa tækifæra í að minnka sóun og úrgang á neytendavörum. Þetta er gríðarlega mikilvægur málaflokkur og á teymið hjá Umhverfisstofnun - Environment Agency of Iceland hrós skilið fyrir skipulag og framkvæmd á þessu verkefni sem hefur staðið yfir í fjölda ára. ELKO hefur tekið þessu verkefni með opnum örmum og hefur farið gríðarlega mikil vinna í að virkja hringrásarhagkerfi raftækja. Við kaupum notuð raftæki af viðskiptavinum með yfirskriftinni "fáðu eitthvað fyrir ekkert" og viljum fara enn lengra með því að endurselja notuð raftæki í meira mæli. Þetta er verðugt verkefni og mikilvægt fyrir ELKO að minnka áhrif raftækjaúrgangs á umhverfið. "Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli!" https://samangegnsoun.is/

    • No alternative text description for this image
  • ELKO reposted this

    View profile for Arinbjörn Hauksson, graphic

    Director of Marketing at ELKO

    Ég fékk þann skemmtilega heiður að fá að halda stuttan fyrirlestur á markaðsviðburði Póstsins í Hörpu í gær. Í stuttu máli fór ég yfir það hvernig við hjá ELKO höfum nálgast háannatímabilið frá degi einhleypra fram að jólum. Við tölum oft um þetta tímabil sem Q5 eða fimmta ársfjórðunginn en það á vel við þar sem þetta tímabil nær yfir um 12% af almanaksárinu en skilar um 20% af veltu fyrirtækisins. Álagið á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins eykst til muna á þessu tímabili en til merkis um það má nefna 80% fleiri heimsóknir á vefinn, 50% fleiri netspjöll og tæplega þreföldun í magni pantana í vefverslun miðað við hefbundið árferði í sept/okt. Til þess að setja heimsóknir á vefinn i samhengi þá fyllir hann allt bílastæðið í Lindum vel yfir 100x á dag sé Q5 tímabilið skoðað sérstaklega. Samkvæmt jólakönnun ELKO koma um 75% landsmanna til með að versla jólagjafir á afsláttardögunum í nóvember. Fyrirtæki þurfa því að huga að því að bjóða sanngjarnan skilarétt á jólagjöfum, ekki bara út frá dagsetningunni þar sem kaupin eiga sér stað heldur út frá því hvenær pakkinn fer undir jólatré landsmanna og gjafapappírinn er tættur utan af gjöfinni. ELKO hefur virkjað skilarétt á jólagjöfum um miðjan október ár hvert og er hægt að skila og skipta jólagjöfum út 31. janúar og því um allt að 100 daga skilarétt að ræða. Það er einmitt þessi áhersla á að veita framúrskarandi þjónustu sem og eftirkaupaþjónustu sem tryggir að allar jólagjafir úr ELKO hitta í mark. Takk fyrir mig Pósturinn

    View organization page for Pósturinn, graphic

    1,011 followers

    Vel heppnaður markaðsviðburður í Hörpu í gær þar sem yfir 300 manns mættu til að undirbúa sig og sín fyrirtæki fyrir sölu - og markaðsfjörið á stóru netverslunardögunum og jólunum sem nálgast 👏✨ Arinbjörn Hauksson, Auður Ösp Ólafsdóttir, Bára Atladóttir og Ágúst Óli Sigurðsson gáfu frábær ráð fyrir háönnina 💯 Takk kærlega allir sem komu og sjáumst vonandi að ári liðnu ❤️

    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
  • View organization page for ELKO, graphic

    608 followers

    ELKO og Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ), hafa gert með sér samning um aukið samstarf þar sem ELKO verður, meðal annars, aðalstyrktaraðili Fortnite-deildar RÍSÍ þar sem ELKO fær nafnarétt á deildinni, ELKO-Deildin í Fortnite. Samningurinn felur jafnframt í sér stuðning ELKO við deildir RÍSÍ í Counter Strike, Rocket League og Dota 2 auk Framhaldskólaleika Rafíþróttasambands Íslands (FRÍS). https://lnkd.in/eUVjKed5

    ELKO verður aðalstyrktaraðili nýrrar Fortnite-deildar Rafíþróttasambands Íslands

    ELKO verður aðalstyrktaraðili nýrrar Fortnite-deildar Rafíþróttasambands Íslands

    https://www.dv.is

  • View organization page for ELKO, graphic

    608 followers

    ELKO afhenti í dag Barnaspítala Hringsins veglegan styrk í formi 85“ sjónvarps í almennt rými barnadeildar ásamt sex PlayStation 5 leikjatölvum, auka fjarstýringum og fjölda tölvuleikja fyrir börn og ungmenni. Með þessu framlagi er nú PlayStation 5 leikjavél í öllum herbergjum og vonumst við til að létta lund og stytta stundir þeirra sem þurfa að dvelja á spítalanum. Hlutverk styrktarsjóðs ELKO er að hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni sem gerir lífið betra, þægilegra og ánægjulegra. Við erum sannfærð um að þessi styrkur muni koma sér vel á Barnaspítala Hringsins. Við viljum þakka Senu, Símanum og Storytel fyrir að hafa brugðist hratt við og tekið þátt í verkefninu með okkur til að auka afþreyingarmöguleika allra þeirra sem þurfa á þjónustu barnaspítalans að halda. Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli Kær kveðja, Starfsfólk ELKO

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for ELKO, graphic

    608 followers

    Tækniþróun á raftækjamarkaði er ótrúlega hröð en henni fylgja bæði tækifæri og áskoranir. ELKO hefur sett sér það markmið að eiga ánægðustu viðskiptavinina á raftækjamarkaði sem og ánægðasta starfsfólkið. Óttar Örn Sigurbergsson, Framkvæmdastjóri ELKO segir hér meðal annars frá því hvernig skýr aðgerðaráætlun við innleiðingu á nýrri stefnu hefur skilað ótrúlegum árangri í bæði rekstri og ánægjumælingum en ELKO mældist til að mynda í þriðja sæti meðal smásölufyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni.

    Tilgangurinn að gera lífið betra með ótrúlegri tækni

    Tilgangurinn að gera lífið betra með ótrúlegri tækni

    vb.is

  • View organization page for ELKO, graphic

    608 followers

    Vefverslun elko.is hefur verið tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna sem söluvefur ársins, annað árið í röð! Tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2023 voru kynntar í vikunni en markmið þeirra er að verðlauna þau verkefni sem hafa þótt skara fram úr á árinu. Alls eru um 50 vefir eða stafrænar lausnir tilnefndar í 10 flokkum en niðurstöður í hverjum flokki verða kynntar föstudagskvöldið 15. mars á uppskeruhátíð vefiðnaðarins. Við erum gríðarlega stolt af því að hafa fengið tilnefningu til vefverðlaunanna annað árið í röð. Verður það að teljast góð viðurkenning á þeirri þróun á vefnum sem hefur átt sér stað á síðastliðnum árum en eins og með flestar framúrskarandi vefverslanir þá hættir þróunarvinnan aldrei. Markmið vefverslunar elko.is í stuttu máli er að bjóða upp á framúrskarandi vefverslun með áherslu á gagnsæi, þjónustu, ítarlegar vöruupplýsingar á íslensku og fjölbreytta afhendingarmáta sem höfða til allra landsmanna. Hvað finnst þér best eða verst við www.elko.is?

    • No alternative text description for this image

Similar pages