The company is growing bigger and stronger. Festi hf.'s operations exceeded expectations in Q3 2024. We saw improvement in all areas of operations with an increase in customer visits, the number of goods sold, and the number of fuel litres sold between years. Profit margins strengthened for all companies in the Group and increased by 1.5 p.p. between years, or 0.7 p.p. excluding Lyfja, which is the same margin level achieved in the last quarter. We are pleased with the result, which shows that the cost-side measures that have been taken to improve the profit margin level have been successful. Lyfja was part of the Company's operations from 1 July where sale of goods and services amounted to ISK 4,549 million in the quarter. Lyfja's EBITDA amounted to ISK 473 million and profit amounted to ISK 186 million. Financial comparison between years is difficult because of Lyfja coming new into the Group. Festi's operating profit (EBITDA) amounted to ISK 4,741 million. (Q3 2023: ISK 3,905 million), which is a 21.4% increase from the previous year. Profit for the third quarter amounted to ISK 2,232 million, an increase of ISK 416 million from the previous year. The outlook for the last quarter of the year is good and the company's EBITDA guidance for 2024 is increased by ISK 400 million to ISK 12,700 – 13,100 million. The main projects in the quarter and ahead: * Festi and Olís began a formal sale process of the companies' holdings in Olíudreifing ehf. on 26th of September. Olíudreifing is 60% owned by Festi and 40% owned by Olís. The company is a vital infrastructure company in terms of inventory and distribution of fuel in Iceland. Íslandsbanki Corporate Finance has been entrusted with the management of the sale process. Further information on the progress of the sale process will be provided as soon as necessary. * Karen Ósk Gylfadóttir was hired as Managing Director of Lyfja on 11 October and at is now member of Festi's Executive Committee. * Lyfja's office will move to Festi's headquarters on Dalvegur at the beginning of November. With the transfer, the support services of the companies will be merged as part of several projects that are being worked on to achieve synergy in the acquisition of Lyfja. The projects have various timelines, but it is estimated that majority of the projects will be completed in the next 12 months. * ELKO's largest store opens in Lindir tomorrow, 31 October after extensive renovation and changes. The decrease in sales in Lindir during the construction period was entirely transferred to ELKO's other stores, which showed a significant increase between years. * The position of managing director of N1 was advertised and the recruitment process will begin in the next few days. The focus will continue to be on improving revenue growth, restraining costs and sharpening efficiency to increase profit margins and reduce unit costs in the Group.
Festi hf. er að stækka og eflast. Lyfja kom inn í rekstur félagsins frá 1. júlí sl. og litast því allar rekstrarstærðir Festi af því og gera samanburð milli ára erfiðari - en heilt yfir gekk rekstur Festi á 3F2024 betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Bæting var á öllum sviðum rekstrar með aukningu í heimsóknum, fjölda seldra vara og fjölda seldra lítra milli ára. Framlegðarstig styrktist hjá öllum félögum samstæðunnar og hækkar heilt yfir um 1,5 p.p. milli ára eða 0,7 p.p. án Lyfju sem er sama framlegðarstig og náðist á síðasta ársfjórðungi. Hagnaður þriðja ársfjórðungs nam 2.232 millj. kr. sem er hækkun um 416 millj. kr. milli ára. EBITDA spá félagsins fyrir árið 2024 hækkuð um 400 millj. kr. og er nú: 12.700-13.100 millj. kr. Helstu verkefnin á fjórðungnum og framundan: * Festi og Olís hófu þann 26. september sl. formlegt söluferli á eignarhlutum félaganna í Olíudreifingu ehf. Olíudreifing er 60% í eigu Festi og 40% í eigu Olís. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka annast umsjón með söluferlinu. Nánar verður upplýst um framgang söluferlisins um leið og tilefni er til. * Karen Ósk Gylfadóttir var ráðin framkvæmdastjóri Lyfju þann 11. október sl. og tók hún um leið sæti í framkvæmdastjórn Festi. * Skrifstofa Lyfju flytur yfir í höfuðstöðvar Festi á Dalvegi í byrjun nóvember. Við flutninginn verður stoðþjónusta félaganna sameinuð sem liður í fjölda verkefna sem unnið er að til að ná fram samlegð í kaupunum á Lyfju. * Stærsta verslun ELKO opnar í Lindum á morgun, fimmtudaginn 31. október eftir mikla endurnýjun og breytingar. * Staða framkvæmdastjóra N1 var auglýst og hefst ráðningarferli á næstu dögum. * Þrjár nýjar sjálfvirkar þvottastöðvar opnuðu á Gagnvegi, Lækjargötu og Stórahjalla og áframhaldandi fjölgun hleðslustæða í samvinnu við Tesla sem opnaði stærsta hleðslugarð sinn á Íslandi við N1 á Flugvöllum, Reykjanesi, í byrjun september. Jafnframt setti N1 upp nýjar hraðhleðslustöðvar við Egilsstaði, Ísafjörð, Sauðárkrók og Blönduós á fjórðungnum. * Framkvæmdir Krónunnar á Bíldshöfða eru hafnar og er ætlunin að opna glæsilega og endurbætta verslun um mánaðarmótin nóvember/desember. * Sókn Snjallverslunar Krónunnar heldur áfram en heimsendingar fyrir íbúa uppsveita í Árnessýslu hófust á fjórðungnum og hefur velta Snjallverslunar aukist um rúm 40% milli ára. Við erum ánægð með niðurstöðuna sem sýnir að þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að auka veltu og bæta framlegðarstig hafa skilað árangri. Áhersla verður áfram á að bæta tekjuvöxt, halda aftur af kostnaði og skerpa á skilvirkni til að auka framlegð og lækka einingakostnað í samstæðunni. Að lokum sendi ég þakkir til okkar öfluga og góða starfsfólks um land allt sem vinnur þétt saman að því að veita viðskiptavinum okkar gott vöruúrval og sem besta þjónustu á hagkvæmu verði um land allt. ELKO <3 Krónan <3 N1 <3 Lyfja <3 Bakkinn Vöruhótel <3 Yrkir