Grænvangur

Grænvangur

Non-profit Organizations

Reykjavík, Capital Region 1,147 followers

Samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.

About us

Risavaxin græn umbreyting í átt að kolefnishlutleysi kallar á nýja hugsun og nýja nálgun. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda sem stuðlar að framþróun í loftslagsmálum og grænum lausnum. Við hvetjum til samtals og þverfaglegs lausnamiðaðs samstarfs svo samtakamáttur náist um farsælustu leiðirnar í átt að kolefnishlutleysi og sjálfbæru Íslandi.

Website
https://graenvangur.is/
Industry
Non-profit Organizations
Company size
2-10 employees
Headquarters
Reykjavík, Capital Region
Type
Partnership
Founded
2019

Locations

Employees at Grænvangur

Updates

  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,147 followers

    Níu fyrirtæki skipa viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 sem fram fer í Baku í Aserbaíjan í næsta mánuði. Hlutverk viðskiptasendinefndar er að halda á lofti framlagi Íslands í loftslagsmálum, kynna Ísland og þær lausnir sem það hefur upp á að bjóða ásamt því að sækja þekkingu og reynslu sem nýtist í loftslagsvegferðinni hér heima. Viðskiptasendinefnd er leidd af Grænvangi í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið en þess má geta að allur kostnaður við þátttökuna greiðist af fyrirtækjunum sjálfum. Skilaboð sendinefndarinnar inn á COP29 eru þau að Ísland sé fyrirmynd fyrir árangursríkri uppbyggingu endurnýjanlegs orkukerfis og grænna lausna. Markmið hennar eru að efla alþjóðlegt samstarf og styðja þannig aðrar þjóðir í að ná sínum loftslagsmarkmiðum. Fyrirtækin sem um ræðir eru Carbfix, Carbon Recycling International, Climeworks, EFLA Consulting Engineers, Landsvirkjun, Orka náttúrunnar / ON Power, Orkuveitan, Verkís Consulting Engineers, Bjarni Herrera. Nánar um viðskiptasendinefnd Íslands má lesa hér: https://lnkd.in/e92Jbhmm

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,147 followers

    Það er okkur mikil ánægja að segja frá því að í gær, 9. október, undirrituðum við viljayfirlýsingu við dönsku systursamtök okkar, State of Green Denmark um aukið samstarf okkar á milli. Yfirlýsingin tekur sérstaklega til aukins samstarfs á þremur sviðum, þ.e. Endurnýjanlegri orku, loftslagsaðgerðum og grænni umbreytingu. Finn Mortensen, framkvæmdastjóri State of Green, og Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs, undirrituðu viljayfirlýsinguna en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands og Lars Aagaard Møller, loftslags-, orku- og innviðaráðherra Danmerkur voru viðstödd undirritunina auk Sigurðar Hannessonar, formanns stjórnar Grænvangs og framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins og Thomas Bustrup, stjórnarmanns hjá State of Green og aðstoðarframkvæmdastjóra Dansk Industri. Þá voru Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Friðrik X, Danakonungur, einnig viðstödd undirritunina. Við sama tilefni tilkynnti forseti Íslands að hún yrði verndari Grænvangs, en þess má geta Friðrik X, Danakonungur hefur verið verndari State of Green frá stofnun þess. Hægt er að lesa nánar um viljayfirlýsinguna hér https://lnkd.in/gtBCkCGY Halla Tomasdottir, Nott Thorberg, Finn M., Thordis Kolbrun Gylfadottir, Lars Aagaard, Sigurdur Hannesson, Thomas Bustrup, Samtök iðnaðarins, Danish Industry.

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,147 followers

    Við erum sérstaklega ánægð að segja frá því að Halla Tomasdottir, forseti Íslands, hefur þekkst boð um að verða verndari Grænvangs. Halla greindi frá þessu í heimsókn hennar og Friðrik X, konungs Danmerkur, í State of Green Denmark og Danish Industry. Heimsóknin var hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar Íslands, sem fylgir forsetanum í hennar fyrstu opinberu heimsókn til Kaupmannahafnar sem stendur nú yfir. Í viðskiptasendinefndinni eru fulltrúar um 50 íslenskra fyrirtækja sem tóku þátt í viðskiptaþingi með fulltrúum danskra fyrirtækja þar sem meðal annars var rætt um orkumál, grænar lausnir og samstarf þjóðanna. Grænvangur á sér skýra fyrirmynd í hinu danska State of Green en þess má geta að Friðrik X, Danakonungur, er verndar State of Green og hefur verið frá stofnun þess vettvangs árið 2008. „Ég hef áður sagt að farsælast sé að kalla ólíka saman, spyrja spurninga og hlusta á fjölbreytt sjónarmið. Það er keppikefli allra þjóða að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður. Það er stórt verkefni sem verður ekki leyst nema að við höfum hugrekki til að fara nýjar leiðir, tala saman og vinna saman þvert á greinar, þjóðir og kynslóðir. Það er mér sérstakt ánægjuefni að verða verndari Grænvangs, sem hefur það hlutverk að leiða saman stjórnvöld og atvinnulíf í að greina og skilja vandann og sóknarfærin og virkja kraftinn í samstarfinu,“ segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. „Við erum sérstaklega stolt af því að forseti Íslands hafi tekið að sér að verða verndari Grænvangs. Grænvangur hefur fest sig í sessi sem hreyfiafl í grænni iðnbyltingu og framundan eru spennandi verkefni sem við hlökkum til að vinna með forseta Íslands. Forsetinn er í einstakri aðstöðu til að leiða ólíka aðila saman til að vinna að metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum, en forsenda þess að ná árangri er að taka höndum saman. Við trúum því að forsetinn geti verið hreyfiafl í því samstarfi,“ segir Sigurdur Hannesson, formaður stjórnar Grænvangs.

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,147 followers

    Það er okkur sérstök ánægja að byrja kynningar á fyrirtækjum í viðskiptasendinefnd Íslands á COP29. Alls verða það 10 fyrirtæki sem fara til Baku í Aserbaíjan á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna til að kynna íslenskar grænar lausnir, halda á lofti framlagi Íslands til loftslagsmála og sækja sér þekkingu sem nýtast mun í loftslagsaðgerðum hér heima. Hægt verður að fylgjast með kynningum á fyrirtækjunum á ensku LinkedIn síðunni okkar á næstu vikum.

    View organization page for Green by Iceland, graphic

    5,161 followers

    Orka náttúrunnar / ON Power at COP29 – Introducing the Icelandic business delegation.   Don‘t miss the chance to meet Arni Hrannar Haraldsson, CEO of ON Power and Hjálmar Helgi Rögnvaldsson, Executive Vice President of Business Development and Power Markets at the upcoming COP29 Azerbaijan.   ON Power is a leading energy company in Iceland, producing renewable energy in a sustainable and environmentally friendly way. ON Power owns and runs three power plants, one of which is Hellisheidi, Europe's largest geothermal power plant. The company supports innovation, responsible resource use, and energy exchange with a smaller carbon footprint for the benefit of the entire community.    ON Power's goal at COP29 is to advocate for increased global investment in geothermal energy and circular economy initiatives, positioning them as crucial tools in the fight against climate change. Read more about ON power‘s goals for COP29 below 🌍   Get to know the Icelandic business delegation at COP29: https://lnkd.in/epBbESvC

  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,147 followers

    Í júní var uppfærsla aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum kynnt og vefurinn co2.is opnaður. Áætlunin inniheldur 150 loftslagsaðgerðir og loftslagsverkefni sem endurspegla raunhæfar, en metnaðarfullar lausnir og er töluverð aukning frá þeim 50 aðgerðum sem voru í fyrri aðgerðaáætlun.   Aðgerðaáætlun er nú í samráðsgátt stjórnvalda og við viljum vekja athygli á því að fresturinn til að senda inn umsagnir er til 22. september nk. Við hvetjum ykkur öll til að kynna ykkur áætlunina.   https://lnkd.in/eR4ZqpPe

    Samráðsgátt - Mál: S-119/2024

    Samráðsgátt - Mál: S-119/2024

    island.is

  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,147 followers

    Við nutum þess flest að horfa á ólympíuleikana í París í sumar. CNN birti þessa áhugaverðu frétt um daginn sem segir frá því að ein afleiðing hlýnunar jarðar sé áhrif á íþróttamenn og áhorfendur. Í fréttinni segir að flestar stórborgir heims muni á næstu áratugum ekki geta haldið ólympíuleikana að sumri sökum hita og að árið 2050 verði það ekki hægt í stærstum hluta heims. Hér er því enn ein ástæðan fyrir því að halda á lofti því markmiði að halda hækkun hitastigs jarðar innan við 1,5 gráður í samræmi við parísarsamkomulagið. https://lnkd.in/dHQr-BQM

    These cities will be too hot for the Olympics by 2050 | CNN

    These cities will be too hot for the Olympics by 2050 | CNN

    edition.cnn.com

  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,147 followers

    Í vikunni héldum við hádegisverðarfund fyrir bakland Grænvangs þar sem umræðuefnið var staðan í loftslagsmálum og tækifærin framundan. Gestur fundarins var Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem sagði meðal annars frá nýútkominni aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og svo þróuninni í málaflokk ráðuneytisins á árinu.   Í kjölfar framsögu ráðherra voru hringborðsumræður og óhætt er að segja að þær hafi verið líflegar. Það er mikilvægt að atvinnulíf og stjórnvöld taki reglulega umræðu um loftslagsmálin og við þökkum ráðherra fyrir að gefa sér tíma í það. Loftslagsmál eru hópíþrótt og þar þurfa allir að koma að til að ná settu marki.   Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum var kynnt föstudaginn 14. júni síðastliðinn og er nú kominn í umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda. Samhliða kynningu var vefsíða með rafrænni framsetningu aðgerðaáætlunar opnuð. Við hvetjum ykkur öll til að kynna ykkur co2.is.   * Baklandsfundir eru lokaðir fundir fyrir meðlimi í baklandi Grænvangs og er ætlað að fjalla um málefni líðandi stundar. Með þeim skapast vettvangur fyrir atvinnulíf og stjórnvöld til að setjast saman og eiga samtal um þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsvegferðinni.

    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,147 followers

    Við vekjum athygli á því að uppfærsla aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum verður kynnt í dag klukkan 14.00 á blaðamannafundi. Það eru þau Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherrra sem kynna uppfærsluna og nýjan vef aðgerðaráætlunarinnar. Áætlunin sem nú verður kynnt inniheldur safn 150 loftslagsaðgerða og loftslagsverkefna sem endurspeglar raunhæfar, en metnaðarfullar lausnir og eru töluverð aukning frá 50 aðgerðum í núgildandi aðgerðaáætlun. Aðgerðaáætlunin byggir á ítarlegri kortlagningu og útreikningum um samdrátt í losun, en saman stuðla loftslagsaðgerðirnar og loftslagstengdu verkefnin með enn markvissari hætti að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni bindingu kolefnis. Hægt verður að fylgjast með kynningunni í streymi hér: https://lnkd.in/eaVB55Tc

    Kynning á uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

    Kynning á uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

    stjornarradid.is

  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,147 followers

    Við minnum á að umsóknarfrestur um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 rennur út í dag. Hvetjum öll áhugasöm fyrirtæki að kynna sér vettvanginn!

    View organization page for Grænvangur, graphic

    1,147 followers

    Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um þátttöku fulltrúa úr íslensku atvinnulífi í viðskiptasendinefnd Íslands á COP29. Það er óumdeilanlegt að aðildarríkjafundur og ráðstefna loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er stærsti árlegi loftslagsviðburður heims. Hlutverk viðskiptasendinefndar Íslands á COP29 er að halda á lofti framlagi Íslands í loftslagsmálum, kynna Ísland og þær lausnir sem það hefur upp á að bjóða ásamt því að sækja sér þekkingu og reynslu nýtist í loftslagsvegferðinni hér heima. Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndar. Hér má kynna sér nánar: COP29: https://lnkd.in/ekHupXqB Viðskiptasendinefnd Íslands: https://lnkd.in/eh_qCFE9 Umsóknarferlið: https://lnkd.in/eaw3mrmM

    Grænvangur

    Grænvangur

    graenvangur.is

  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,147 followers

    Nú styttist í að umsóknarfrestur fyrir umsóknir um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 renni út. Umsóknarfresturinn er til 31. maí nk. og við hvetjum öll fyrirtæki til að kynna sér COP29 og viðskiptasendinefnd á heimasíðu Grænvangs.   Það er óumdeilanlegt að aðildarríkjafundur og ráðstefna loftsglagssamnings Sameinuðu þjóðanna er stærsti árlegi loftslagsviðburður heims. Hlutverk viðskiptasendinefndar á COP29 er að halda á lofti framlagi Íslands í loftslagsmálum, kynna Ísland og þær lausnir sem það hefur upp á að bjóða ásamt því að sækja sér þekkingu og reynslu sem nýtist í loftslagsvegferðinni hér heima. Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndar.   Hér má kynna sér nánar: COP29: https://lnkd.in/ekHupXqB Viðskiptasendinefnd Íslands: https://lnkd.in/eh_qCFE9 Umsóknarferlið: https://lnkd.in/eaw3mrmM

    Þátttaka atvinnulífsins á COP

    Þátttaka atvinnulífsins á COP

    graenvangur.is

Similar pages